Alfa Dröfn Jóhannsdóttir mætti á fundinn kl. 11:35.
Erindi frá starfsfólki Heimahlynningar þar sem vakin er athygli á skertum möguleika skjólstæðings Heimahlynningar á því að sækja sund eftir að lokað var á aðgengi hóps að Kristneslaug.
Frístundaráð þakkar bréfriturum erindið. Í starfsáætlun ráðsins er gert ráð fyrir bættu aðgengi fatlaðra að Sundlaug Akureyrar.