Kjarnalundur - breyting á deiliskipulagi vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2017120065

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 279. fundur - 13.12.2017

Erindi dagsett 7. desember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Kjarnalundar ehf., kt. 541114-0330, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hótel Kjarnalund vegna viðbyggingar. Viðbyggingin yrði staðsett norðvestanmegin á húsinu og yrði þrjár hæðir. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald Árnason.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við tillöguna. Breytingin verði unnin samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 294. fundur - 27.06.2018

Á fundi skipulagsráðs þann 13. desember 2017 var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar sem varðar viðbyggingu fyrir Hótel Kjarnalund. Í breytingunni sem nú er lögð fram er afmarkaður byggingarreitur við norðvesturhorn núverandi byggingar þar sem heimilt verður að byggja 180 fm viðbyggingu.
Í samræmi við fyrri bókun ráðsins er mælt með að bæjarstjórn samþykki breytinguna með vísun í 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna.

Bæjarráð - 3602. fundur - 05.07.2018

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. júní 2018:

Á fundi skipulagsráðs þann 13. desember 2017 var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar sem varðar viðbyggingu fyrir Hótel Kjarnalund. Í breytingunni sem nú er lögð fram er afmarkaður byggingarreitur við norðvesturhorn núverandi byggingar þar sem heimilt verður að byggja 180 fm viðbyggingu.

Í samræmi við fyrri bókun ráðsins er mælt með að bæjarstjórn samþykki breytinguna með vísun í 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.