Ráðning starfsmanns í nýtt stöðugildi á skipulagssviði

Málsnúmer 2017090049

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 273. fundur - 13.09.2017

Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram erindi um ráðningu starfsmanns í nýtt stöðugildi á skipulagssviði. Um yrði að ræða arkitekt með reynslu af skipulagsgerð og sérmenntun í skipulagi væri kostur. Umræddum starfsmanni er ætlað að létta álagi á starfsfólk sviðsins, sem hefur aukist til muna á síðustu árum með aukinni uppbyggingu og auknum kröfum laga og reglugerða. Lögð fram tillaga að starfslýsingu.
Skipulagsráð samþykkir erindi sviðsstjóra og framlagða starfslýsingu og felur honum að auglýsa stöðuna.