Naustagata - ósk um lækkaðan hámarkshraða

Málsnúmer 2017090033

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 273. fundur - 13.09.2017

Erindi dagsett 5. september 2017 þar sem Pálmi Gauti Hjörleifsson og Hugrún Hauksdóttir íbúar í Vörðutúni 2, óska eftir að hámarkshraði verði lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst. á Naustagötu ásamt aðgerðum til hljóðvarna.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn deildafundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð - 310. fundur - 27.02.2019

Lögð fram umsögn skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs um erindi íbúa Vörðutúns 2 þar sem óskað er eftir að hámarkshraði verði lækkaður úr 50 km/klst í 30 km/klst. Kemur þar fram að ekki sé talin ástæða til að lækka umferðarhraða í götunni.
Skipulagsráð harmar hversu langan tíma hefur tekið að svara erindinu. Ekki er gerð athugasemd við umsögnina og er sviðsstjóra falið að svara umsækjanda í samræmi við hana.