Akureyrarvaka - kerti á Friðarvöku

Málsnúmer 2017080034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3564. fundur - 17.08.2017

Sóley Björk Stefánsdóttur V-lista lagði fram tillögu um að bæjarráð leggi til fjármagn til kaupa á 600 kertum vegna Friðarvöku fyrir samtals kr. 126.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu Sóleyjar Bjarkar um að Akureyrarbær fjármagni kaup á 600 kertum fyrir upphæð kr. 126.000. Kostnaður færist af styrkveitingum bæjarráðs.