Margrétarhagi 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017070036

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Erindi dagsett 6. júlí 2017 þar sem Guðrún Guðmundsdóttir sækir um lóðina nr. 5 við Margrétarhaga, til vara um lóð nr. 8 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing frá Íslandsbanka. Skipulagsráð tók jákvætt í fyrirspurn um að breyta lóðinni í parhúsalóð á fundi 28. júní sl.

Guðrún óskar eftir að breyta lóðinni í parhúsalóð og stækka byggingarreit eins mikið og hægt er til að rúma parhús með nægilega breidd.
Þar sem umækjandi er eini umækjandi um lóðina fellst skipulagsráð á að veita umækjanda lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Einnig heimilar skipulagsráð umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.