Jaðarsvöllur, landmótun - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017060141

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Erindi dagsett 1. júní 2017 þar sem Víkingur Guðmundsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580169-7169, sækir um að gera breytingu á deiliskipulagi Jaðarsvallar. Tilgangurinn er að hækka landið og móta brautir fyrir 9 holu æfingavöll á suðvesturhluta lóðarinnar.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr., eða 2. mgr. 43. gr. eða 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 337. fundur - 27.05.2020

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Jaðarsvallar sem felst í að gert er ráð fyrir að á 18,5 ha svæði verði haugsett allt að 500.000 m³ af jarðvegi á næstu 20-30 árum sem nýtist sem undirbygging fyrir nýjan 9 holu golfvöll.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gera þarf minniháttar lagfæringar á gögnum áður en tillagan verður auglýst.

Bæjarstjórn - 3476. fundur - 02.06.2020

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. maí 2020:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Jaðarsvallar sem felst í að gert er ráð fyrir að á 18,5 ha svæði verði haugsett allt að 500.000 m³ af jarðvegi á næstu 20-30 árum sem nýtist sem undirbygging fyrir nýjan 9 holu golfvöll.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gera þarf minniháttar lagfæringar á gögnum áður en tillagan verður auglýst.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyting á deiliskipulagi Jaðarsvallar verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að gert er ráð fyrir að á 18,5 ha svæði verði haugsett allt að 500.000 m³ af jarðvegi á næstu 20-30 árum sem nýtist sem undirbygging fyrir nýjan 9 holu golfvöll.