Hesjuvellir - deiliskipulagsfyrirspurn

Málsnúmer 2017050039

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Vallabúsins ehf., kt. 670608-0180, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist til að skipuleggja frístundahúsabyggð á hluta jarðarinnar Hesjuvalla. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Vallabúsins ehf., kt. 670608-0180, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist til að skipuleggja frístundahúsabyggð á hluta jarðarinnar, sjá mynd.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnslu Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

Skipulagsráð - 272. fundur - 30.08.2017

Erindi dagsett 16. ágúst 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Vallabúsins ehf., kt. 670608-0180, óskar eftir að fá að gera deiliskipulag fyrir um 2ja hektara landspildu í norð-austurhorni jarðarinnar við Lögmannshlíðarveg. Gert er ráð fyrir 9 lóðum og allt að 25 frístundahúsum.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi á grundvelli tillögu að nýju aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.