Hofsbót 1 - fyrirspurn

Málsnúmer 2017040146

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Erindi dagsett 25. apríl 2017 þar sem Benedikt Kristinsson fyrir hönd Iceland Incoming ferða ehf., kt. 710501-3510, sendir inn fyrirspurn um lóð nr. 1 við Hofsbót. Fyrirtækið hefur áhuga á að reisa allt að 100 herbergja hótel á þessum stað.
Skipulagsráð getur ekki orðið við beiðni um úthlutun lóðarinnar þar sem lóðir á svæðinu munu verða auglýstar með hefðbundnum hætti í samræmi við vinnureglur um lóðarveitingar þegar ákvörðun hefur verið tekin um uppbyggingu svæðisins og hafnar því erindinu.