Brekkugata 3a og 3b - fyrirspurn um breytta notkun

Málsnúmer 2017040101

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Erindi dagsett 18. apríl 2017 þar sem Anna Gunnarsdóttir og Girish Hirlekar fyrir hönd AGGH ehf., kt. 490595-2369, leggja inn fyrirspurn hvort nýta megi hluta húss nr. 3a við Brekkugötu sem íbúðarhús. Þar er nú vinnustofa og gallerí. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur skipulagssviði að skoða málið m.t.t. byggingarreglugerðar.

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Erindi dagsett 18. apríl 2017 þar sem Anna Gunnarsdóttir og Girish Hirlekar fyrir hönd AGGH ehf., kt. 490595-2369, leggja inn fyrirspurn hvort nýta megi hluta húss nr. 3a við Brekkugötu sem íbúðarhús. Þar er nú vinnustofa og gallerí. Meðfylgjandi er mynd.

Skipulagsráð frestaði erindinu þann 26. apríl 2017.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirspurnina, en tekur fram að húsið er hluti af friðaðri byggingu og því ráðlegt að leita umsagnar Minjastofnunar varðandi allar breytingar á húsinu.