Bygging búsetukjarna fyrir fólk með miklar stuðningsþarfir

Málsnúmer 2017040087

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1251. fundur - 19.04.2017

Verkefnislið vegna byggingar íbúða fyrir fatlað fólk hefur fjallað um þrjár tillögur umhverfis- og mannvirkjasviðs að lóðum fyrir búsetukjarna fyrir fatlað fólk með mikla stuðningsþörf. Hópnum þykja tillögurnar allar vænlegar. Í ljósi þess að ætla má að þörf verði fyrir þrjá kjarna á næstu árum leggur hópurinn til að lóðirnar verði allar ætlaðar undir slíkar byggingar og nauðsynlegar breytingar gerðar á deiliskipulagi viðkomandi svæða.

Hópurinn leggur til að fyrsta búsetukjarnanum sem byggður verður verði valinn staður á lóð við Klettaborg. Óskað er álits velferðarráðs á umræddum staðsetningum.
Velferðarráð tekur undir mat verkefnisliðs um byggingu íbúða fyrir fatlað fólk og leggur til að gerðar verði viðeigandi breytingar á deiliskipulagi viðkomandi svæða.

Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs falið að fylgja málinu eftir.