Nökkvi - umsókn um fergingu lóðar

Málsnúmer 2017030089

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 258. fundur - 15.03.2017

Erindi móttekið 8. mars 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um heimild til að setja farg á lóð Nökkva, landnúmer 173492, við Drottningarbraut. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsráð samþykkir erindið en gerðar eru þær kröfur um frágang að ekki fjúki úr fargi og svæðið verði snyrtilegt ásýndar. Verkið verði unnið í samráði við Norðurorku þar sem um lóðina liggur frárennslislögn.