Lundargata 1 - endurúthlutun lóðar

Málsnúmer 2017020159

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 258. fundur - 15.03.2017

Erindi dagsett 24. febrúar 2017 þar sem Jakob Jónsson óskar eftir endurúthlutun á lóð nr. 1 við Lundargötu. Jakob fékk lóðina úthlutaða 2014 en lóðin féll aftur til bæjarins. Jakob telur sig ekki hafa fengið tilkynningu um þetta ferli.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem vinnu við rammahluta aðalskipulags er ekki lokið.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Erindi dagsett 24. febrúar 2017 þar sem Jakob Jónsson óskar eftir endurúthlutun á lóð nr. 1 við Lundargötu. Jakob fékk lóðinni úthlutað 2014 en lóðin féll aftur til bæjarins. Jakob telur sig ekki hafa fengið tilkynningu um þetta ferli.

Skipulagsráð gat ekki orðið við erindinu þann 15. mars 2017 þar sem vinnu við rammahluta aðalskipulags var ekki lokið. Í nýju erindi dagsettu 27. mars 2018 er óskað eftir endurúthlutun lóðarinnar.
Vinna við nýtt deiliskipulag suðurhluta Oddeyrar er að hefjast. Eftir þá vinnu verða lóðir auglýstar og úthlutað. Skipulagsráð getur því ekki fallist á endurúthlutun lóðarinnar og bendir umsækjanda á að sækja um að nýju við auglýsingu.