Margrétarhagi 2 og Kristjánshagi 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017020141

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 258. fundur - 15.03.2017

Erindi dagsett 23. febrúar 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Margrétarhaga og lóð nr. 1 við Kristjánshaga. Sótt er um stækkun á lóðunum og að breyta/stækka byggingarreit á lóðinni Margrétarhagi 2 svo hægt sé að koma fyrir tveimur fjórbýlishúsum í stað raðhúss. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem eitt af markmiðum deiliskipulags Hagahverfis er að þar sé fjölbreytt úrval húsa og íbúðagerða.