Samþætting þjónustu við aldraða

Málsnúmer 2017020103

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1255. fundur - 21.06.2017

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA og Ingunn Eir Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi ÖA sátu fundinn undir þessum lið og kynntu starf samstarfshóps um samþættingu í þjónustu við aldraða.

Í hópnum eru fulltrúar frá fjölskyldusviði, búsetusviði, ÖA og HSN.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna og felur sviðsstjórum og framkvæmdastjóra ÖA að gera drög að samstarfssamningi um framhald verkefnisins og leita eftir aðkomu samfélagssviðs og SAk.