Seljagarður við Seljahlíð - umsókn um uppsetningu á grillhúsi

Málsnúmer 2017010047

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 252. fundur - 25.01.2017

Erindi dagsett 5. janúar 2017 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs og hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis óskar eftir leyfi til að reisa grillskýli á opnu svæði Seljagarðs við Skarðshlíð. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð samþykkir uppsetningu skýlis á umbeðnum stað og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.