Íþróttafélagið Þór - húsnæði fyrir píludeild

Málsnúmer 2016110182

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 201. fundur - 01.12.2016

Erindi dagsett 22. október 2016 frá stjórn ÍBA þar sem óskað er eftir viðræðum um annað húsnæði fyrir Píludeild Þórs.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu.

Erindinu vísað til vinnuhóps um nýtingu og sölu mannvirkja Akureyrarbæjar.

Frístundaráð - 58. fundur - 21.06.2019

Erindi dagsett 29. maí 2019 frá ÍBA fyrir hönd Píludeildar Þórs varðandi aðstöðuleysi deildarinnar og ósk um að horft verði til aðstöðu fyrir deildina í suðursal Íþróttahúss Laugargötu.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að eiga viðræður við Íþróttafélagið Þór varðandi nýtingu á umræddu rými í Laugargötu fyrir deildir Þórs.