Beiðni um umsögn á skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar í Hlíðahverfi á Akureyri

Málsnúmer 2016090116

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 14. fundur - 19.09.2016

Lagt fram til umsagnar.
Skólanefnd fagnar áformum um uppbyggingu íbúðabyggðar í Glerárhverfi en minnir jafnframt á mikilvægi þess að hugað sé samhliða að uppbyggingu leikskóla í hverfinu á næstu árum.

Þá hvetur skólanefnd til þess að skipulagsnefnd hafi náið samráð við skólanefnd við útfærslu lóðarmarka til austurs, þannig að ekki skerðist framtíðarmöguleikar Glerárskóla á því að vaxa og dafna.

Skólanefnd - 18. fundur - 07.11.2016

Skólanefnd óskaði eftir því við Bjarka Jóhannesson skipulagsstjóra Akureyrarbæjar að koma á fundinn og fara yfir hugmyndir um deiliskipulag á Melgerðisreit í framhaldi af umfjöllun á fundi skólanefndar þann 19. september sl. (2. liður).

Bjarki mætti á fundinn, kynnti málið og fór einnig stuttlega yfir aðalskipulag fyrir Akureyrarbæ sem er í vinnslu.

Skólanefnd þakkar Bjarka fyrir kynninguna.