Skólanefnd

18. fundur 07. nóvember 2016 kl. 13:30 - 15:45 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagný Þóra Baldursdóttir varaformaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Pétur Maack Þorsteinsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Hanna Dögg Maronsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Dagskrá
Pétur Maack Þorsteinsson S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Niðurstöður rannsóknar á viðhorfum nemenda sem höfðu stundað nám í sérskóla

Málsnúmer 2016100190Vakta málsnúmer

Deborah Júlía Robinson mætti á fundinn og kynnti niðurstöður meistararitgerðar sinnar "I was treated like a person and not a lost cause" - young people´s experience of an alternative to school exclusion.
Skólanefnd þakkar Deboru kærlega fyrir greinargóða og áhugaverða kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar.

2.Beiðni um umsögn á skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar í Hlíðahverfi á Akureyri

Málsnúmer 2016090116Vakta málsnúmer

Skólanefnd óskaði eftir því við Bjarka Jóhannesson skipulagsstjóra Akureyrarbæjar að koma á fundinn og fara yfir hugmyndir um deiliskipulag á Melgerðisreit í framhaldi af umfjöllun á fundi skólanefndar þann 19. september sl. (2. liður).

Bjarki mætti á fundinn, kynnti málið og fór einnig stuttlega yfir aðalskipulag fyrir Akureyrarbæ sem er í vinnslu.

Skólanefnd þakkar Bjarka fyrir kynninguna.

3.Endurbætur á húsnæði Hlíðarskóla

Málsnúmer 2016110012Vakta málsnúmer

Starfsemi Hlíðarskóla er mikilvægur þáttur í þjónustu við grunnskólabörn í Eyjafirði. Ljóst er að þörf fyrir þá sértæku þjónustu sem þar er veitt er ekki að minnka, fremur að aukast. Því er mikilvægt að bregðast við og gera endurbætur á því húsnæði sem er til staðar svo hægt sé að nýta það til fulls. Er í þessu sambandi horft til austurenda stærsta hússins sem nú er nýtt í annað fyrir Akureyarbæ. Mikilvægt er fyrir skólastarfið í Hlíðarskóla að fá þetta húsnæði til notkunar. Vísað er í því sambandi til greinargerðar Bryndísar Valgarðsdóttur skólastjóra Hlíðarskóla dagsett 2. nóvember 2016.

Gert er ráð fyrir 10 milljónum króna á árinu 2017 og 30 milljónum á árinu 2018 til framkvæmdanna.
Skólanefnd samþykkir að farið verði í breytingarnar, ábyrgist þannig aukna leigu á húsnæðinu í kjölfar þeirra og vísar málinu til Fasteigna Akureyrarbæjar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

4.Rekstur fræðslumála 2016

Málsnúmer 2016030017Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir stöðu á rekstri fræðslumála fyrir tímabilið janúar-september 2016.

5.Fjárhagsaætlun fræðslumála 2018-2020

Málsnúmer 2016110011Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir þriggja ára áætlun fræðslumála.
Skólanefnd samþykkir framlagða þriggja ára áætlun og vísar henni til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 15:45.