Fjárhagsáætlun fræðslumála 2017

Málsnúmer 2016080015

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 11. fundur - 08.08.2016

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild kynnti forsendur fjárhagsramma og undirbúning fyrir fjárhagsáætlun ársins 2017.

Lagt fram til kynningar

Skólanefnd - 13. fundur - 05.09.2016

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir helstu lykiltölur í rekstri fræðslumála og þróun í málaflokknum.

Skólanefnd - 14. fundur - 19.09.2016

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Skólanefnd - 15. fundur - 26.09.2016

Fyrir fundinn var lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2017.

Tillagan gerir ráð fyrir að ramminn fyrir málaflokkinn sé kr. 6.223.215.000.

Í tillögunni er gert ráð fyrir 3% hækkun á vistunar- og skólagjöldum í leik- og grunnskólum og í tónlistarskólanum.

Ekki er gert ráð fyrir hækkun á fæðisgjöldum í leik- og grunnskólum.

Skólanefnd samþykkir framlagðar tillögur og vísar málinu til frekari afgreiðslu í bæjarráði.

Skólanefnd - 17. fundur - 17.10.2016

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir nýtt form starfsáætlunar ásamt greinargerð sem fylgir með vegna fjárhagsáætlunar 2017.

Fræðsluráð - 5. fundur - 06.03.2017

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslusviði fór yfir breytingar sem verða á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 vegna stjórnsýslubreytinga.

Bæjarráð - 3550. fundur - 30.03.2017

2. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 6. mars 2017:

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslusviði fór yfir breytingar sem verða á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 vegna stjórnsýslubreytinga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2017 vegna stjórnsýslubreytinga.