Fræðsluráð

5. fundur 06. mars 2017 kl. 13:30 - 16:02 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Kristján Ingimar Ragnarsson
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Baldvin Valdemarsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Kristján Ingimar Ragnarsson L-lista sat fundinn í forföllum Dagnýjar Þóru Baldursdóttur.
Arnfríður Hermannsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna sat fundinn í forföllum Ingunnar Högnadóttur.
Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjórnenda mætti ekki á fundinn né varamaður hennar.

1.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2017

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Erindi frá hverfisráði varðandi þjónustu við leikskólabörn í Hrísey.
Fræðsluráð þakkar hverfisráði Hríseyjar erindið og samþykkir að þjónusta við leikskólabörn verði til staðar í Hrísey eins og verið hefur yfir sumartímann.

Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að útfæra fyrirkomulag þjónustunnar.

2.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2017

Málsnúmer 2016080015Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslusviði fór yfir breytingar sem verða á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 vegna stjórnsýslubreytinga.

3.Búnaðarkaup fyrir skólana árið 2016-2020

Málsnúmer 2016030144Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að búnaðarkaupum leik-, grunn- og tónlistarskóla fyrir árið 2017.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna kaupanna og vísar afgreiðslunni til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

4.Þroskahjálp - erindi frá stjórn skólanefndar Þroskahjálpar NE

Málsnúmer 2017030049Vakta málsnúmer

Tvö erindi sem bárust frá stjórn skólanefndar Þroskahjálpar Norðurlands eystra varðandi skóladvöl fatlaðra barna, dagsett 22. febrúar 2017.

Fyrra erindið varðaði skilgreindan kennslustundafjölda barna í sérdeild.

Síðara erindið fjallaði um sjúkrakennslu barna í sérdeild á heimili þeirra.
Varðandi fyrra erindið:

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum m.a. svari mennta- og menningarráðuneytisins til skólastjóra Giljaskóla, dagsett 31. mars 2016, telur fræðsluráð að verið sé að fullnægja kröfum um kennslustundafjölda barna í sérdeild.



Varðandi síðara erindið:

Fræðsluráð telur málið þess eðlis að mikilvægt sé að skoða það betur m.a. út frá gildandi reglugerð um sjúkrakennslu og hefur því óskað eftir að málefnið verði sérstaklega tekið upp á vettvangi Grunns, félags stjórnenda á skólaskrifstofum í apríl næstkomandi.





Kristján Ingimar fór af fundi undir 4. lið kl. 15:47.
Áshildur Hlín vék af fundi undir 4. lið kl. 15:55.

5.Kjarasamningar grunnskólakennara

Málsnúmer 2017010147Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri fór yfir stöðuna í vinnu við bókun I í kjarasamningi kennara.

Fundi slitið - kl. 16:02.