Verslunarmannahelgin 2016 - opnunartími skemmtistaða

Málsnúmer 2016070002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3513. fundur - 07.07.2016

Lagt fram erindi dagsett 28. júní 2016 frá Sigurpáli Aðalsteinssyni framkvæmdarstjóra Pósthúsbarsins fyrir hönd skemmtistaða á Akureyri þar sem óskað eftir

lengingu á opnunartíma skemmtistaða um verslunarmannahelgi 2016 á þann veg að skemmtistaðir hafi leyfi til að hafa opið til kl. 02:00 aðfaranótt föstudags og að skemmtistaðir hafi leyfi til þess að hafa opið til kl 05:00 aðfaranótt laugardags og sunnudags.
Með vísan í 7. mgr. 25. gr. í lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað samþykkir bæjarráð að heimila veitingastöðum skv. flokki III að hafa opið um verslunarmannahelgina sem hér segir: Aðfararnótt laugardags og sunnudags til kl. 05:00. Bæjarráð samþykkir einnig beiðni um að aðfararnótt föstudags verði opið til kl. 02:00.


Í upphafi þessa dagskrárliðar tók Logi Már Einarsson aftur við stjórn fundarins.