Fimleikasamband Íslands - beiðni um afnot af íþróttahúsi Giljaskóla og um gistingu í Giljaskóla 2016

Málsnúmer 2016060146

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3512. fundur - 30.06.2016

Lagt fram erindi dagsett 23. júní 2016 frá Fimleikasambandi Íslands þar sem þess er farið á leit að landsliðum í hópfimleikum sé veitt heimild til æfinga í íþróttahúsi Giljaskóla og gistingar í Giljaskóla frá miðvikudeginum 6. júlí til sunnudagsins 10. júlí nk.
Bæjarráð samþykkir beiðni Fimleikasambands Íslands um afnot af íþróttahúsi Giljaskóla og gistingu í Giljaskóla. Kostnaður vegna gistingar færist af styrkveitingum bæjarráðs.