Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

592. fundur 07. júlí 2016 kl. 13:00 - 14:15 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Miðbær - nýting gangstétta- og göturýmis í göngugötu og á Ráðhústorgi

Málsnúmer 2016060131Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júní 2016 frá Nonna Travel, kt. 440789-2269, óskar eftir að nýta gangstétt framan við Brekkugötu 5 og hafa 1 borð og tvo stóla, ásamt stæði fyrir tvö hjól til 30. september 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Kjarnalundur lnr. 150012 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2014120088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Kjarnalundar ehf., kt. 541114-0330, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Kjarnalundi, landnr. 150012. Innkomnar teikningar 27. júní 2016.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Oddeyrartangi - Tangabryggja - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016070017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2016 þar sem Þór A. Gunnarsson f.h. Skeljungs hf., kt. 590269-1749, sækir um leyfi til að staðsetja lausa eldsneytisafgreiðslu á Tangarbryggju, samanber meðfylgjandi teikningar. Framkæmdin hefur fengið samþykki Hafnarsamlags Norðurlands.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Austurvegur 9 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016040109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Wave Guesthouse Hríey ehf., kt. 480615-2390, sækir um að breyta húsnæði í gistiskála við Austurveg 9 í Hrísey. Innkomnar teikningar 30. júní 2016 eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Kjarnagata 39 (49-53) - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýli

Málsnúmer 2015080055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús nr. 39 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar 1. júlí 2016, ásamt nýjum rökstuðningi.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Brekkugata 41 - umsókn um sérmerkt bílastæði

Málsnúmer 2016070035Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 4. júlí 2016 þar sem Hrafnhildur Eiríksdóttir, kt. 200947-5179, óskar eftir að sérmerkt bílastæði fyrir öryrkja verð merkt við heimili hennar að Brekkugötu 41.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir staðfestingu á örorku og samþykki meðeigenda í húsinu.

7.Hafnarstræti 106 - umsókn um verönd á baklóð

Málsnúmer 2016070033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júlí 2016 þar sem Aðalsteinn Árnason f.h. Drífa ehf., kt. 480173-0159, sækir um leyfi fyrir sólpalli á baklóð við Hafnarstræti 106. Meðfylgjandi er lýsing og teikning.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Búðasíða 6 - umsókn um kerrustæði

Málsnúmer 2016070038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júlí 2016 þar sem Indriði Arnórsson, kt. 210851-2839, óskar eftir leyfi til að gera kerrustæði framan við hús sitt nr. 6 við Búðasíðu. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið með þeim fyrirvara að umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum ef með þarf, og að samráð verði haft við framkvæmdadeild bæjarins.

9.Miðholt 4 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016060174Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júní 2016 þar sem Jón Ingi Guðmundsson, kt. 140763-4389, leggur inn fyrirspurn um hvort heimild fáist til að skipta húsi hans nr. 4 við Miðholt í tvær eignir. Vísar hann í samþykktar aðalteikningar frá 1988.
Skipulagsstjóri tekur neikvætt í fyrirspurnina þar sem salarhæð uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar.

10.Krossanes 4 - stöðuleyfi fyrir bráðarbirgðaskemmu

Málsnúmer 2015060164Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Björgvin Smári Jónsson f.h. Krossanes eigna ehf., kt. 660707-0850, sækir um framlengingu á stöðuleyfi til tveggja ára fyrir bráðabirgðaskemmu á lóð nr. 4 við Krossanes.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem ekki er heimilt að veita stöðuleyfi fyrir skemmur samanber ákvæði í grein 2.6.1. byggingarreglugerðar.

11.Hafnarstræti 88b - umsókn um niðurrif spennistöðvar

Málsnúmer 2016060177Vakta málsnúmer

Erindi dags. 10. júní 2016 þar sem Gunnar H. Gunnarsson sækir um f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, byggingaleyfi til niðurrifs spennistöðvar við Hafnarstræti 88b, og hún fjarlægð. Verkið verður framkvæmt eftir að ný spennistöð í Austurbrú 2-4 hefur tekið við hlutverki hennar.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Bent skal á að umsækjandi skal tilkynna byggingarstjóra og tilkynna heilbrigðiseftirliti og vinnueftirliti um framkvæmdina sbr. reglugerð nr. 705/2009.

12.Kjarnaskógur, snyrtihús - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016070009Vakta málsnúmer

Erindi dags. 27. júní 2016, þar sem Jóni Birgi Gunnlaugssyni f.h. Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir salernishúsi í Kjarnaskógi, á skipulagsreit S2. Meðfylgjandi er teikning eftir Jónas Vigfússon.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

13.Kaupvangsstræti 23 - byggingarleyfi - breytingar

Málsnúmer BN080232Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. maí 2008 þar sem Einar Geirsson og Þormóður Jón Einarsson f.h. eigenda og rekstraraðila sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum á húseigninni nr. 23 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomin umsögn frá vinnueftirlitinu 1. apríl 2009. Innkomið skriflegt samþykki meðeigenda 18. maí 2009. Innkomnar nýjar teikningar 24. júní 2016.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

14.Miðbær - nýting gangstétta- og göturýmis í göngugötu og á Ráðhústorgi

Málsnúmer 2016060131Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2016 þar sem Smári Sigurðsson f.h. Kaffi 600, kt. 491111-0460, sækir um leyfi til að nýta gangstétt og setja að hámarki 12 borð með stólum fyrir framan Ráðhústorg 9.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu eins og það liggur fyrir, þar sem umbeðin fjöldi borða rúmast ekki fyrir á gangstéttinni framan hússins. Vísað er í samþykkt Akureyrarkaupstaðar um verklagsreglur vegna nýtingar gangstétta- og göturýmis í göngugötu og Ráðhústorgi.

Fundi slitið - kl. 14:15.