Skýrsla starfshóps innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum

Málsnúmer 2016050082

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1230. fundur - 18.05.2016

Lagt fram til kynningar erindi frá innanríkisráðuneytinu um jafnt búsetuform barna auk þess sem óskað er eftir ábendingum frá sveitarfélögum vegna málsins fyrir 1. júní 2016.
Málinu frestað.

Velferðarráð - 1232. fundur - 01.06.2016

Málið var á dagskrá síðasta reglulega fundar og var þá frestað.
Velferðarráð gerir engar athugasemdir við skýrsluna og fagnar því að unnið sé að jafnari stöðu foreldra með sameiginlega forsjá og barna þeirra.