Samfélags- og mannréttindadeild 2016 - félagsstarf

Málsnúmer 2016010179

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 178. fundur - 28.01.2016

Lagður var fram til kynningar upplýsingabæklingur um félagsstarf fyrir eldri borgara og starf á Punktinum á fyrri hluta árs 2016.

Bæklingurinn var borinn í hvert hús á Akureyri í ársbyrjun.

Einnig var rætt um breytingar á félagsstarfi í Víðilundi og rekstarkostnað sem bætist við vegna húsnæðis í Víðilundi þegar dagþjónusta fyrir aldraða er flutt á Hlíð. Aðeins er reiknað með hluta af þessum kostnaði í samþykktri fjárhagsáætlun 2016.

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Ráðið lýsir ánægju með útgáfu og dreifingu upplýsinga um félagsstarfið.

Forstöðumanni er falið að vinna áfram að leiðum til að bjóða upp á heitan mat í hádeginu í félagsmiðstöðinni í Víðilundi á sem hagstæðustu kjörum.

Ráðið óskar eftir aukafjárveitingu upp á kr. 2,6 milljónir til að mæta auknum rekstarkostnaði við yfirtöku húsnæðis í Víðilundi skv. meðfylgjandi yfirliti.

Bæjarráð - 3493. fundur - 04.02.2016

1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 28. janúar 2016:

Lagður var fram til kynningar upplýsingabæklingur um félagsstarf fyrir eldri borgara og starf á Punktinum á fyrri hluta árs 2016.

Bæklingurinn var borinn í hvert hús á Akureyri í ársbyrjun.

Einnig var rætt um breytingar á félagsstarfi í Víðilundi og rekstarkostnað sem bætist við vegna húsnæðis í Víðilundi þegar dagþjónusta fyrir aldraða er flutt á Hlíð. Aðeins er reiknað með hluta af þessum kostnaði í samþykktri fjárhagsáætlun 2016.

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Ráðið lýsir ánægju með útgáfu og dreifingu upplýsinga um félagsstarfið.

Forstöðumanni er falið að vinna áfram að leiðum til að bjóða upp á heitan mat í hádeginu í félagsmiðstöðinni í Víðilundi á sem hagstæðustu kjörum.

Ráðið óskar eftir aukafjárveitingu upp á kr. 2,6 milljónir til að mæta auknum rekstarkostnaði við yfirtöku húsnæðis í Víðilundi skv. meðfylgjandi yfirliti.
Bæjarráð telur ekki rétt að samþykkja viðauka á meðan aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar er að störfum og vísar erindinu til aðgerðarhópsins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 183. fundur - 14.04.2016

Formaður ráðsins greindi frá fundi með notendaráði í félagsstarfi fyrir eldri borgara, sem haldinn var 7. apríl sl. Þar var m.a. farið yfir niðurstöður málþings um félagsstarfið sem haldið var 19. nóvember 2015.

Framkvæmdastjóri upplýsir einnig um stöðu viðræðna um nýtt samkomulag við Félag eldri borgara.

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 187. fundur - 25.08.2016

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála kom á fundinn og ræddi hugmyndir um starfið í haust og vetur og sagði frá nýjung í starfi í Bugðusíðu í sumar á vegum Félags eldri borgara.
Ráðið lýsir yfir ánægju með starf Félags eldri borgara í félagsmiðstöðinni í Bugðusíðu í sumar og þakkar Bergljótu fyrir upplýsingar um starfið framundan.