Samfélags- og mannréttindaráð

183. fundur 14. apríl 2016 kl. 14:00 - 15:45 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður stýrði fundi í fjarveru Silju Daggar Baldursdóttur formanns.
Inda Björk Gunnarsdóttir L-lista sat fundinn í fjarveru Silju Daggar.
Vilberg Helgason V-lista boðaði forföll og varamaður hans gat ekki mætt.

1.Samfélags- og mannréttindadeild 2016 - félagsstarf

Málsnúmer 2016010179Vakta málsnúmer

Formaður ráðsins greindi frá fundi með notendaráði í félagsstarfi fyrir eldri borgara, sem haldinn var 7. apríl sl. Þar var m.a. farið yfir niðurstöður málþings um félagsstarfið sem haldið var 19. nóvember 2015.

Framkvæmdastjóri upplýsir einnig um stöðu viðræðna um nýtt samkomulag við Félag eldri borgara.

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

2.Samfélags- og mannréttindadeild 2016, styrkir - upplýsingar og reglur

Málsnúmer 2016010181Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram núgildandi reglur um styrkveitingar og samninga, ásamt viðmiðum sem ráðið hefur notað til afgreiðslu mála. Með fylgja nokkrar tillögur að breytingum og uppfærslum. Einnig voru lagðar fram upplýsingar um fjármál og samninga sem verið hafa í gildi. Málið var áður til umfjöllunar á fundi ráðsins 28. janúar sl.
Ráðið fór yfir núgildandi reglur og viðmið um samninga og styrkveitingar og gerði á þeim nokkrar breytingar. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá reglunum þannig breyttum.

Bergþóra Þórhallsdóttir D- lista óskar bókað:

Þegar skoða á framkvæmd og meðferð styrkja á vegum Akureyrarbæjar er mikilvægt að horfa til framtíðar. Það er ljóst að miklir hagræðingarmöguleikar liggja í þróun og notkun upplýsingatækni. Með rafrænum eyðublöðum og sameiginlegum gagnagrunni fyrir styrki getur rafrænt viðmót birt heildarsýn yfir styrkveitingar nefnda og ráða með skjótum hætti. Með rafrænni stjórnsýslu veitum við bæjarbúum betri þjónustu, stuðlum að hagræðingu og samhæfingu deilda í stjórnsýslu bæjarins. Það er því lykilatriði í aðgerðaráætlun til hagræðingar í rekstri bæjarins að koma rafrænni stjórnsýslu í betra horf en nú er og gera áætlun um framkvæmd um hana sem allra fyrst.

3.Netnotkun/skjánotkun barna og unglinga

Málsnúmer 2015020146Vakta málsnúmer

Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista sagði frá málþingi um skjánotkun sem haldið var 9. mars 2016. Hún greindi frá helstu niðurstöðum, en úrvinnsla stendur enn yfir.

Fundi slitið - kl. 15:45.