Ráðhústorg 5 - gisting - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2015110106

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 217. fundur - 25.11.2015

Erindi dagsett 16. nóvember 2015 þar sem Förli ehf., kt. 560712-1110, sækir um breytta notkun fyrir rými á 2. hæð í húsi nr. 5 við Ráðhústorg. Samþykkt notkun er skrifstofu- og þjónustustarfsemi en óskað er eftir að breyta húsnæðinu í gistiskála. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi uppdrátt og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við breytingar á innra skipulagi og notkun eignarinnar.
Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 566. fundur - 03.12.2015

Erindi dagsett 16. nóvember 2015 þar sem Förli ehf., kt. 560712-1110 sækir um breytta notkun fyrir rými á 2. hæði í húsi nr. 5 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 568. fundur - 17.12.2015

Erindi dagsett 16. nóvember 2015 þar sem Förli ehf., kt. 560712-1110, sækir um breytta notkun fyrir rými á 2. hæð í húsi nr. 5 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 10. desember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.