Skógarlundur - starfsemi

Málsnúmer 2015110065

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1219. fundur - 18.11.2015

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri og Margrét I. Ríkarðsdóttir forstöðumaður kynntu samantekt um starfsemi Skógarlundar. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Forstöðumanni falið að vinna áfram með hugmyndir sem kynntar voru á fundinum.