Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

744. fundur 17. október 2019 kl. 13:00 - 13:10 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Björn Jóhannsson staðgengill byggingarfulltrúa
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Dalsbraut 1 L-M (Gleráreyrar 3) - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2015100058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Eyrarverks ehf., kt. 500816-0660, leggur inn fyrirspurn varðandi gistieiningar á 2. hæð í húsi nr. 1 (L-M) við Dalsbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar erindinu.

Vegna stærðar hússins verður að liggja fyrir brunatæknileg hönnun og áhættumat hótels á 2. hæð.

Einnig með vísan til bókunar af fundi skipulagsráðs þann 12. desember 2018, þar sem ráðið gerði ekki athugasemd við fyrirhugaða breytta notkun en bókaði: "Skipulagsráð telur að samhliða útgáfu byggingarleyfis þurfi að fara í vinnu við breytingu á deiliskipulagi, lagfæringu á skráningu lóða til samræmis við deiliskipulag, útbúa nýja lóðarleigusamninga og eignaskiptayfirlýsingar".

2.Njarðarnes 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018030307Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. janúar 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum húss nr. 12 við Njarðarnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 9. október 2019.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Hlíðarfjallsvegur, L215098 - umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu skýlis

Málsnúmer 2019100235Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. október 2019 þar sem Arngrímur Sverrisson fyrir hönd Terra hf., kt. 410283-0349, sækir um byggingarleyfi fyrir skýli fyrir endurvinnsluefni á lóð fyrirtækisins við Hlíðarfjallsveg, L215098. Skýlið hindrar sýn frá Hlíðarfjallsvegi inn á vinnuslusvæði Terra. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Hvassaland 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019100239Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir orlofshúsi á lóð nr. 1 við Hvassaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Hvassaland 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019100240Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir orlofshúsi á lóð nr. 3 við Hvassaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Hvassaland 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019100241Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir orlofshúsi á lóð nr. 5 við Hvassaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Hvassaland 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019100242Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir orlofshúsi á lóð nr. 7 við Hvassaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Gleráreyrar 1, rými 44 - umsókn um byggingarleyfi til að innrétta hárgreiðslustofu Modus

Málsnúmer 2019100298Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. október 2019 þar sem Egill Guðmundsson fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um byggingarleyfi fyrir innréttingu rýmis 44 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar fyrir hárgreiðslustofu Modus. Meðfylgjandi er teikning eftir Egil Guðmundsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:10.