Boltafjör - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2015060023

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 543. fundur - 04.06.2015

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem María Arngrímsdóttir, og Erla Dögg Ólafsdóttir f.h. Boltafjörs - Vatnaboltar ehf., kt. 470515-2520, sækja um leyfi fyrir boltafjörstæki á planinu fyrir framan Íslandsbanka eða á flötinni fyrir framan leikhúsið á góðviðrisdögum í sumar með aðgengi að vatni og rafmagni.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir nánari upplýsingum um áætlaðar tímasetningar vegna viðburðanna. Einnig er bent á að sækja þarf um leyfi í samræmi við samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 544. fundur - 11.06.2015

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem María Arngrímsdóttir, og Erla Dögg Ólafsdóttir f.h. Boltafjörs - Vatnaboltar ehf., kt. 470515-2520, sækja um stöðuleyfi fyrir Boltafjörstæki á planinu fyrir framan Íslandsbanka eða á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið. Um er að ræða 6 daga á tímabilinu 20. júní - 23. ágúst 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið í samræmi við grein 3.D í samþykkt Akureyrarbæjar um götu- og torgsölu.