Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

544. fundur 11. júní 2015 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Gata sólarinnar 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2015060004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. maí 2015 þar sem Brynjar Einarsson f.h. Úrbótamanna ehf., kt. 410685-0598, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi nr. 4 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynjar Einarsson. Innkomnar teikningar 9. júní 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Gata sólarinnar 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2015060005Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. maí 2015 þar sem Brynjar Einarsson f.h. Úrbótamanna ehf., kt. 410685-0598, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi nr. 6 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynjar Einarsson. Innkomnar teikningar 9. júní 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Fossatún 1 - byggingarleyfi einbýli

Málsnúmer BN080013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2015 þar sem Samúel Smári Hreggviðsson f.h. Gunnþórs Þórarins Þórarinssonar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 1 við Fossatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Samúel Smára Hreggviðsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Hrafnaland 5 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2015060041Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS-Byggis, kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 5 við Hrafnaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Hrafnaland 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2015060069Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS-Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 3 við Hrafnaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Hafnarstræti 71 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2015040240Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. apríl 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Morgunhana ehf., kt. 441105-0880, sækir um breytingar innanhúss á húsi nr. 71 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 4. júní 2015.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Melasíða 1, íbúð 102 - byggingarleyfi fyrir yfirbyggingu svala

Málsnúmer 2015050108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2015 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Þorsteins Péturssonar sækir um byggingarleyfi fyrir yfirbyggingu svala á íbúð nr. 102 í Melasíðu 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar teikningar 4. júní 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Míla - framkvæmdaleyfi fyrir ljósveitu 2015

Málsnúmer 2015030238Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júní 2015 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 15. apríl 2015.

Um er að ræða framkvæmdir samkvæmt meðfylgjandi teikningum við:

1. Ljósstofn GLER ídráttur í Hörgárbraut og brunnar.

2. Ídráttur og gröftur í Skarðshlíð, Undirhlíð og Höfðahlíð.

3. Ídráttur og gröftur í Hörpulundi og Mýrarvegi.

Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.
Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

9.Vanabyggð 17 - breytingar á gluggum

Málsnúmer 2015050070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2015 þar sem Hannes Helgason og Stefán Heiðberg Halldórsson sækja um breytingar á gluggum í Vanabyggð 17. Meðfylgjandi er teikning Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Ægisgata 9 - uppgröftur á olíugeymi

Málsnúmer 2015060067Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júní 2015 þar sem Guðlaugur Pálsson f.h. N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um leyfi til að grafa upp bensíngeymi á lóð nr. 9 við Ægisgötu, Hrísey. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Ósvör 2 - uppgröftur á eldsneytisgeymi

Málsnúmer 2015060068Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júní 2015 þar sem Guðlaugur Pálsson f.h. N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um leyfi til að grafa upp eldsneytisgeymi og lagnir á lóð nr. 2 við Ósvör. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

12.Réttarhvammur 1 og 3 - umsókn um uppsetningu hliðs

Málsnúmer 2015060084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2015 þar sem Óskar Óskarsson f.h. Gúmmívinnslunnar ehf., kt 450509-1670, óskar eftir að fá að setja upp hlið við innkeyrslu á lóðina nr. 1 við Réttarhvamm. Meðfylgjandi er yfirlýsing um aðkomu að Réttarhvammi 3 um hliðið og lóð Réttarhvamms 1. Meðfylgjandi er teikning er sýnir staðsetningu hliðsins.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

13.Daggarlundur 9 - umsókn um frest

Málsnúmer 2014090024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2015 þar sem Heiðar Jónsson f.h. Óseyri tíu ehf., kt. 570409-0930, sækir um greiðslu- og framkvæmdafrest til 1. október 2015 vegna lóðar nr. 7 við Daggarlund.
Skipulagsstjóri veitir framkvæmdafrest til 15. september 2015. Sækja þarf um gjaldfrest á gatnagerðargjöldum til fjárreiðudeildar Akureyrarkaupstaðar.

14.Daggarlundur 7 - umsókn um frest

Málsnúmer 2014090023Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2015 þar sem Heiðar Jónsson f.h. Óseyri tíu ehf., kt. 570409-0930, sækir um greiðslu- og framkvæmdafrest til 1. október 2015 vegna lóðar nr. 9 við Daggarlund.
Skipulagsstjóri veitir framkvæmdafrest til 15. september 2015. Sækja þarf um gjaldfrest á gatnagerðargjöldum til fjárreiðudeildar Akureyrarkaupstaðar.

15.Boltafjör - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2015060023Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem María Arngrímsdóttir, og Erla Dögg Ólafsdóttir f.h. Boltafjörs - Vatnaboltar ehf., kt. 470515-2520, sækja um stöðuleyfi fyrir Boltafjörstæki á planinu fyrir framan Íslandsbanka eða á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið. Um er að ræða 6 daga á tímabilinu 20. júní - 23. ágúst 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið í samræmi við grein 3.D í samþykkt Akureyrarbæjar um götu- og torgsölu.

Fundi slitið - kl. 14:30.