Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

543. fundur 04. júní 2015 kl. 13:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Boltafjör - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2015060023Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem María Arngrímsdóttir, og Erla Dögg Ólafsdóttir f.h. Boltafjörs - Vatnaboltar ehf., kt. 470515-2520, sækja um leyfi fyrir boltafjörstæki á planinu fyrir framan Íslandsbanka eða á flötinni fyrir framan leikhúsið á góðviðrisdögum í sumar með aðgengi að vatni og rafmagni.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir nánari upplýsingum um áætlaðar tímasetningar vegna viðburðanna. Einnig er bent á að sækja þarf um leyfi í samræmi við samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu.

2.Stapasíða 11i - niðurrif garðskála

Málsnúmer 2015060025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Hulda Bryngeirsdóttir sækir um niðurrif á garðskála áfastan húsi nr. 11i við Stapasíðu, matshluti 11.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Tilkynna skal til skipulagsdeildar þegar niðurrifi er lokið.

3.Hrísey - stöðuleyfi fyrir matsöluvagn

Málsnúmer 2015060026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2015 þar sem Arnar Gústafsson sækir um stöðuleyfi fyrir matsöluvagn í Hrísey.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir umsögn hverfissráðs Hríseyjar um stöðuleyfið.

4.Bíladagar 2015

Málsnúmer 2015050176Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 3. júní 2015 þar sem Einar Gunnlaugsson f.h. Litboltavöllur.is sækir um leyfi fyrir litboltavelli á samkomuhússflötinni frá 13. til 21. júní.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Skv. samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu, b.lið 3. gr. er leyfisgjald kr. 50.000,-.

5.Strandgata 27 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014090094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. maí 2015 þar sem Elísabet Gunnarsdóttir sækir um breytingar á gluggum í Strandgötu 27. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Björn Sverrisson. Innkomin 27. maí 2015 jákvæð umsögn frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og vísar í bókun frá 18. september 2014, þar sem farið var fram á að gerðir yrðu aðaluppdrættir af húsinu í framhaldi af öðrum breytingum sem fyrirhugaðar væru.

6.Ráðhústorg 3 - Sushi staður, umsókn um breytingar innanhúss

Málsnúmer 2015030212Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Natten ehf., kt. 530199-2319, sækir um breytingar innanhúss á 1. hæð Ráðhústorgi 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 29. maí 2015. Innkomnar umsagnir vinnu- og heilbrigðiseftirlits.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.KA hús við Dalsbraut - umsókn um byggingarleyfi fyrir handriði og þaki við tröppur

Málsnúmer 2013110109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, og Knattspyrnufélags Akureyrar, kt. 700169-4219, sækir um breytingar innan- og utanhúss á KA heimilinu við Dalsbraut 147480. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar teikningar 3. júní 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Mýrartún 12 - girðing á lóðarmörkum

Málsnúmer 2015050148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2015 þar sem Davíð Kristinsson og Eva Ósk Elísardóttir sækja um leyfi til að setja upp 1,8 m háa girðingu á suður-, vestur- og norðurlóðarmörkum lóðarinnar nr. 12 við Mýrartún. Meðfylgjandi er samþykki eiganda Mýrartúns 10, Kjarnagötu 33-35 og Norðurorku. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir staðsetningu og hæð girðingar.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Pílutún 1 - umsókn um leyfi fyrir bílaplani

Málsnúmer 2015050106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2015 þar sem Aðalsteinn Baldursson sækir um leyfi fyrir auka bílastæði við íbúð nr. 1 á lóð nr. 1-9 við Pílutún.
Skipulagsstjóri samþykkir umbeðna stækkun. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

10.Sporatún 2 - smáhýsi á lóð

Málsnúmer 2015030142Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju að beiðni umsækjanda. Á fundi þann 24. apríl 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 10. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. apríl 2015, Sporatún 2 - smáhýsi á lóð.

Óskað var eftir að heimild yrði gefin fyrir staðsetningu smáhýsisins þó svo að fjarlægð frá húsi væri 250 cm og uppfyllti þ.a.l. ekki ákvæði byggingarreglugerðar. Umsækjandi leggur til að byggingatæknilegum aðferðum verði beitt til að uppfylla brunakröfur um fjarlægðir frá íbúðarhúsinu.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið og veitir frest til 15. júlí 2015 til að framkvæma nauðsynlegar úrbætur.

Fundi slitið.