Atvinnuátaksverkefni fyrir námsmenn í samvinnu við Vinnumálastofnun sumarið 2015

Málsnúmer 2015040027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3455. fundur - 16.04.2015

Lagt fram erindi frá Vinnumálastofnun dagsett 7. apríl 2015 þar sem kynnt er átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar.
Bæjarráð felur Höllu Margréti Tryggvadóttur starfsmannastjóra að óska eftir þátttöku fyrir hönd Akureyrarbæjar í verkefninu.

Bæjarráð - 3457. fundur - 30.04.2015

Lagt fram til kynningar svar Vinnumálastofnunar við ósk Akureyrarbæjar um þátttöku í atvinnuátaki Vinnumálastofnunar sumarið 2015. Akureyrarbær fékk úthlutað 6 störfum en hafði sótt um að fá að ráða allt að 20 námsmenn til starfa.