Heimsóknir atvinnumálanefndar

Málsnúmer 2015030265

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 01.04.2015

Atvinnumálanefnd fór í lok fundarins í heimsókn til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og fékk þar kynningu á starfsemi félagsins og helstu verkefnum þess.
Atvinnumálanefnd þakkar fyrir góðar móttökur og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Atvinnuþróunarfélagið.

Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 10.06.2015

Atvinnumálanefnd heimsótti í upphafi fundar Markaðsstofu Norðurlands og flugklasann Air66 og fékk þar kynningu á starfsemi þeirra og helstu verkefnum.
Atvinnumálanefnd þakkar góðar móttökur og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Markaðsstofu Norðurlands og Air66.

Atvinnumálanefnd - 11. fundur - 21.10.2015

Rektor Háskólans á Akureyri, Eyjólfur Guðmundsson, mætti til fundar með atvinnumálanefnd sem ræddi um mikilvægi háskólans sem hluta af atvinnustarfsemi sveitarfélagsins og landsbyggðarinnar allrar.
Atvinnumálanefnd þakkar Eyjólfi fyrir komuna á fundinn.
Atvinnumálanefnd lýsir yfir vonbrigðum með óeðlilega lág framlög til Háskólans á Akureyri, sérstaklega ef miðað er við aðrar háskólastofnanir í landinu.

Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 18.11.2015

Á fundinum voru þrjú fyrirtæki á Akureyri heimsótt sem eiga það sameiginlegt að framleiða orku og verðmæti úr úrgangi.
Guðmundur Haukur Sigurðarson framkvæmdastjóri Vistorku skipulagði heimsóknirnar og leiddi ferðina.
Byrjað var á heimsókn til Moltu þar sem lífrænum úrgangi Akureyringa er breytt í moltu, þaðan var haldið í Orkey þar sem steikingarolía og önnur fita er notuð til að búa til lífdísel. Þá var farið í heimsókn til GPO sem vinnur að því að taka úrgangsplast og breyta í olíu. Að lokum sagði Guðmundur Haukur frá metanframleiðslu Norðurorku.
Atvinnumálanefnd þakkar fyrir góðar móttökur hjá forsvarsmönnum Moltu, Orkey og GPO. Nefndin þakkar Guðmundi Hauki sömuleiðis fyrir skipulagningu heimsóknanna.