Atvinnumálanefnd

2. fundur 01. apríl 2015 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson formaður
  • Erla Björg Guðmundsdóttir
  • Jóhann Jónsson
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Atvinnustefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

Farið var yfir verkefnalista atvinnustefnu Akureyrar 2014-2021 og rætt um næstu skref í tengslum við forgangsröðun og úrvinnslu verkefna.
Atvinnufulltrúa falið að vinna verkefnalistann áfram og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

2.Grímsey - íbúafundir 2015 og eftirfylgni

Málsnúmer 2015010182Vakta málsnúmer

Formaður og atvinnufulltrúi greindu frá íbúafundi sem haldinn var í Grímsey 18. mars 2015. Til íbúafundarins mættu bæjarfulltrúar, embættismenn og framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

3.Vorkoma Akureyrarstofu 2015

Málsnúmer 2015040015Vakta málsnúmer

Tekinn var fyrir tölvupóstur dagsettur 31. mars 2015 frá Skúla Gautasyni, framkvæmdastjóra Akureyrarstofu varðandi aðkomu atvinnumálanefndar að Vorkomunni 2015. Á vorkomuninni hafa verið veittar ýmsar viðurkenningar, þar á meðal fyrir vel unnin störf í atvinnulífinu.
Atvinnumálanefnd samþykkir að taka þátt í Vorkomunni 2015. Áfram verður unnið í málinu á næsta fundi nefndarinnar, auk þess sem starfsmanni er falið að ræða við Akureyrarstofu um skiptingu kostnaðar.

4.Heimsóknir atvinnumálanefndar

Málsnúmer 2015030265Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd fór í lok fundarins í heimsókn til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og fékk þar kynningu á starfsemi félagsins og helstu verkefnum þess.
Atvinnumálanefnd þakkar fyrir góðar móttökur og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Atvinnuþróunarfélagið.

Fundi slitið - kl. 17:00.