Viðmið um notkun persónulegs samskipta- og tölvubúnaðar á fundum

Málsnúmer 2015030146

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 163. fundur - 19.03.2015

Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista lagði fram eftirfarandi bókun og tillögu:

Breytingar í samfélagi okkar einkennast meðal annars af aukinni tækninotkun, hraðri þróun í tækni- og hugbúnaði, auknu aðgengi upplýsinga og auknum samskiptamöguleikum. Einstaklingar sem gegna trúnaðar- og embættisstöfum á vegum Akureyrarbæjar fara ekki varhluta af því. Þeir mæta gjarnan á fundi á vegum Akureyrarbæjar með tæknibúnað af ýmsu tagi sem þykir orðið sjálfsagður búnaður til að einfalda bæði undirbúning, skipulag og verkferla. Mikilvægt er að til séu viðmið um notkun tækninnar meðan á fundum stendur.

Bergþóra leggur fram eftirfarandi tillögu:

Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar telur mikilvægt að setja skýr viðmið um tækninotkun á fundum ráðsins. Samfélags- og mannréttindaráð setur sér eftirfarandi viðmið um notkun persónulegs samskipta- og tölvubúnaðar á fundum ráðsins:


- Persónulegur samskiptabúnaður (tölvur og símar) eru eingöngu notaðir vegna málefna funda hverju sinni.

- Slökkt er á símatengingu eða hún höfð á hljóðlausri stillingu.

- Myndataka eða hljóðupptaka með persónulegum samskiptabúnaði (tölvu eða síma) er eingöngu leyfð með samþykki allra fundarmanna.

Nefndar-/ráðsmaður getur óskað eftir undanþágu hjá fundarstjóra frá ofangreindum viðmiðun ef mikið liggur við.

Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar hvetur bæjarstjórn, nefndir og önnur ráð á vegum bæjarins að gera slíkt hið sama.
Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð, að tekin verði upp umræða um hvort setja eigi viðmið um notkun persónulegs samskiptabúnaðar á fundum.

Bæjarráð - 3453. fundur - 26.03.2015

6. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 19. mars 2015:
Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista lagði fram eftirfarandi bókun og tillögu:
Breytingar í samfélagi okkar einkennast meðal annars af aukinni tækninotkun, hraðri þróun í tækni- og hugbúnaði, auknu aðgengi upplýsinga og auknum samskiptamöguleikum. Einstaklingar sem gegna trúnaðar- og embættisstörfum á vegum Akureyrarbæjar fara ekki varhluta af því. Þeir mæta gjarnan á fundi á vegum Akureyrarbæjar með tæknibúnað af ýmsu tagi sem þykir orðið sjálfsagður búnaður til að einfalda bæði undirbúning, skipulag og verkferla. Mikilvægt er að til séu viðmið um notkun tækninnar meðan á fundum stendur.
Bergþóra leggur fram eftirfarandi tillögu:
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar telur mikilvægt að setja skýr viðmið um tækninotkun á fundum ráðsins. Samfélags- og mannréttindaráð setur sér eftirfarandi viðmið um notkun persónulegs samskipta- og tölvubúnaðar á fundum ráðsins:

- Persónulegur samskiptabúnaður (tölvur og símar) eru eingöngu notaðir vegna málefna funda hverju sinni.
- Slökkt er á símatengingu eða hún höfð á hljóðlausri stillingu.
- Myndataka eða hljóðupptaka með persónulegum samskiptabúnaði (tölvu eða síma) er eingöngu leyfð með samþykki allra fundarmanna.
Nefndar-/ráðsmaður getur óskað eftir undanþágu hjá fundarstjóra frá ofangreindum viðmiðun ef mikið liggur við.
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar hvetur bæjarstjórn, nefndir og önnur ráð á vegum bæjarins að gera slíkt hið sama.
Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð, að tekin verði upp umræða um hvort setja eigi viðmið um notkun persónulegs samskiptabúnaðar á fundum.
Bæjarráð telur ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við tillögunni og vísar til siðareglna og samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 165. fundur - 09.04.2015

Lagt var fram bréf með bókun bæjarráðs frá 26. mars 2015 vegna tillögu samfélags- og mannréttindaráðs um umræðu um hvort setja eigi viðmið um notkun persónulegs samskiptabúnaðar á fundum. "Bæjarráð telur ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við tillögunni og vísar til siðareglna og samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar."