Fróðasund 4 - stækkun lóðar

Málsnúmer 2015020094

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 199. fundur - 11.03.2015

Ólína Freysteinsdóttir fór af fundi kl. 9:55. Varamaður kom ekki í hennar stað.
Harald Chr. Jespersen, Fróðasundi 4 mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 12. febrúar 2015.

Á milli lóða Fróðasunds 4 og Lundargötu 13 er 40 fm skúrbygging sem Harald á ¾ hluta af. Vill eignast ¼ hluta svo hægt sé að breyta honum í einstaklingsíbúð. Eigandi Lundargötu 13 er tilbúinn að selja skúrinn en Akureyrarbær á lóðina. Harald leitar eftir að lóðarmörkum verði breytt þannig að skúrinn verði innan lóðar Fróðasunds 4.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.