Skógræktarfélag Íslands - Yrkjusjóður

Málsnúmer 2015020054

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 102. fundur - 10.03.2015

Tekið fyrir erindi dagsett 4. febrúar 2015 frá Yrkjusjóði þar sem óskað er eftir styrk að lágmarki kr. 150.000 til kaupa á trjáplöntum sem árlega er úthlutað til grunnskólabarna.
Umhverfisnefnd samþykkir að styrkja Yrkjusjóð um kr. 150.000 til kaupa á trjáplöntum fyrir grunnskólabörn. Stjórnendur grunnskóla á Akureyri verða hvattir til að sækja um plöntur til Yrkjusjóðs.

Umhverfisnefnd - 121. fundur - 13.12.2016

Tekið fyrir erindi dagsett 22. nóvember 2016 frá Yrkjusjóði þar sem óskað er eftir styrk að lágmarki kr. 150.000 til kaupa á trjáplöntum sem árlega er úthlutað til grunnskólabarna á árinu 2017.
Umhverfisnefnd samþykkir að styrkja Yrkjusjóð um kr. 150.000 á árinu 2017. Umhverfisnefnd hvetur grunnskóla bæjarins til að sækja um trjáplöntur til útplöntunar í skógræktarsvæði bæjarins.