Naust I og II - uppkaup skv. deiliskipulagi

Málsnúmer 2015010213

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3459. fundur - 21.05.2015

Lagt fram samkomulag um uppkaup vegna deiliskipulags.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir samkomulag um uppkaup á hluta lóðar Nausta I, vegna deiliskipulags og samkomulag um uppkaup á hluta lóðar Nausta II, vegna deiliskipulags.