Samfélags- og mannréttindaráð

160. fundur 29. janúar 2015 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Vilberg Helgason, V lista, boðaði forföll vegna ófærðar. Ekki náðist í varamann.

1.Fjölmenningarstefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2008100087Vakta málsnúmer

Fjölmenningarstefna Akureyrar, sem samþykkt var í mars 2010, var lögð fram.
Zane Brikovska verkefnastjóri fjölmenningarmála, Eva María Ingvadóttir starfsmaður á Alþjóðastofu og Esther Audorf frá innfytjendaráði sátu fundinn undir þessum lið.
Ráðið ákvað að taka stefnuna til endurskoðunar.

2.Alþjóðastofa - starfsemi

Málsnúmer 2014020178Vakta málsnúmer

Zane Brikovska verkefnastjóri fjölmenningarmála og Eva María Ingvadóttir starfsmaður á Alþjóðastofu mættu á fundinn og sögðu frá starfseminni.
Esther Audorf frá innfytjendaráði sat fundinn undir þessum lið.
Ráðið þakkar fyrir góða kynningu.

3.Innflytjendaráð

Málsnúmer 2014020178Vakta málsnúmer

Esther Audorf mætti á fundinn og kynnti starf innflytjendaráðs og sagði m.a. frá alþjóðalegu eldhúsi, sem haldið hefur verið þrisvar. Einnig var rætt um mögleika á að stofna sérstakt félag innflytjenda.
Zane Brikovska verkefnastjóri fjölmenningarmála og Eva María Ingvadóttir starfsmaður á Alþjóðastofu sátu fundinn undir þessum lið.
Ráðið þakkar fyrir góða kynningu.

4.100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015

Málsnúmer 2014120039Vakta málsnúmer

Rætt var um viðburði og samstarf á árinu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Sagt var frá samráðsfundi sem haldinn var þann 29. janúar 2015 með fulltrúum frá nokkrum stofnunum og deildum Akureyrarbæjar.

5.100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015

Málsnúmer 2014120039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 15. janúar 2015, frá Margréti Jónsdóttur fh. Sagafilm, þar sem óskað er fjárstuðnings við framleiðslu á stökum örþætti í þáttaröðinni Öldin okkar. Um er að ræða þátt um Vilhelmínu Lever.
Ráðið samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000

Fundi slitið - kl. 16:00.