Fimleikafélag Akureyrar - ósk um fjármagn til kaupa á nýrri yfirdýnu og dúk á fiberdýnu

Málsnúmer 2014090183

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 156. fundur - 25.09.2014

Erindi dagset 18. september 2014 frá Erlu Ormarsdóttur framkvæmdarstjóra Fimleikafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir nýrri yfirdýnu og dúk yfir fiberdýnuna í fimleikaaðstöðunni í íþróttamiðstöðinni í Giljaskóla.

Íþróttaráð frestar málinu til næsta fundar.

Íþróttaráð - 157. fundur - 02.10.2014

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 18. september 2014 frá Erlu Ormarsdóttur framkvæmdastjóra Fimleikafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir nýrri yfirdýnu og dúk yfir fiberdýnuna í fimleikaaðstöðunni í íþróttamiðstöðinni í Giljaskóla. Erindið var áður á dagskrá íþróttaráðs 25. september sl.

Íþróttaráð óskar eftir fjármagni frá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar til endurnýjunar búnaðar í íþróttamiðstöð Giljaskóla samanber erindi Fimleikafélags Akureyrar.