Grímseyjargata 2 og 2a - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2014070035

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 183. fundur - 09.07.2014

Erindi dagsett 25. júní 2014 þar sem Hjalti H. Hjaltason f.h. Sláturfélags Suðurlands svf., kt. 600269-2089, óskar eftir því að lóðirnar við Grímseyjargötu 2 og 2a verði sameinaðar í eina lóð. Meðfylgjandi er jákvæð umsögn frá Hafnasamlagi Norðurlands.

Erindinu er frestað.

Skipulagsnefnd - 187. fundur - 10.09.2014

Erindi dagsett 25. júní 2014 þar sem Hjalti H. Hjaltason f.h. Sláturfélags Suðurlands svf., kt. 600269-2089, sækir um lóðirnar við Grímseyjargötu 2 og 2a og að þær verði sameinaðar í eina lóð. Meðfylgjandi er jákvæð umsögn frá Hafnasamlagi Norðurlands.

Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta við úthlutun lóða við Grímseyjargötu 2-2a til óákveðins tíma þar sem talsverð umræða og áherslubreyting hefur orðið innan núverandi meirihluta eftir sveitarstjórnarkosningar um heildarsýn fyrir þetta svæði. Umferð ferðamanna er mikil um svæðið vegna komu skemmtiferðaskipa en sú umferð fer m.a. um Gránufélagsgötu sem önnur lóðin liggur að. Gránufélagsgata er ein af elstu götum bæjarins og mun væntanlega verða ein aðaltenging miðbæjarins við umrætt svæði í framtíðinni. Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við erindinu en bendir á aðrar lóðir fyrir fyrirhugaða starfsemi.