Greið leið ehf - aðalfundur 2014

Málsnúmer 2014050196

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3416. fundur - 05.06.2014

Erindi dags. 27. maí 2014 frá Greiðri leið ehf, þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 10. júní nk. kl. 13:30 að Hafnarstræti 91, Akureyri, 3. hæð. Meðfylgjandi er ársreikingur 2013.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

Bæjarráð - 3423. fundur - 14.08.2014

Erindi dagsett 30. júlí 2014 frá Pétri Þór Jónassyni stjórnarformanni Greiðrar leiðar ehf, þar sem boðað er til framhaldsaðalfundar fimmtudaginn 14. ágúst nk. kl. 13:30 að Hafnarstræti 91, Akureyri, 3. hæð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.