Búnaðarkaup fyrir skóla og leikskóla - óskir skóladeildar um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2014050129

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 242. fundur - 23.05.2014

Lagt fram erindi dags. 20. maí 2014 frá skólanefnd þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa í skólum og leikskólum á árinu.

Afgreiðslu frestað og framkvæmdastjóra falið að fá staðfestingu skólanefndar á leigugreiðslum fyrir búnaðarkaupunum.

Skólanefnd - 10. fundur - 30.06.2014

Fyrir fundinn var lögð tillaga að skiptingu fjármagns til búnaðarkaupa fyrir leik-, grunn-, og Tónlistarskóla árið 2014.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna kaupanna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 244. fundur - 01.07.2014

Lagt fram erindi dags. 20.maí 2014 frá skólanefnd þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa í skólum og leikskólum á árinu ásamt samþykki nefndarinnar á leigugreiðslum vegna búnaðarkaupanna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að keyptur verði búnaður samkvæmt framlögðum gögnum að upphæð 21.7000.000 kr.
Stjórnin vill jafnframt árétta það við skóladeild að skila framvegis inn nákvæmri sundurliðun búnaðarkaupanna ásamt rökstuðningi.

Skólanefnd - 6. fundur - 16.03.2015

Fyrir fundinn var lögð tillaga að skiptingu fjármagns til búnaðarkaupa fyrir leik-, grunn- og Tónlistarskóla árið 2015.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna kaupanna.
Skólanefnd óskar þó eftir að stofnbúnaður fyrir nýja stjórnunarálmu í Naustaskóla verði tekinn af lista um endurbætur og færður undir stofnkostnað vegna skólans.