Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

244. fundur 01. júlí 2014 kl. 08:15 - 09:07 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðni Helgason framkvæmdastjóri
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Búnaðarkaup fyrir íþróttamannvirki - óskir íþróttaráðs um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2014050127Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 15. maí 2014 frá íþróttaráði þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa í íþróttamannvirkjum á árinu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að keyptur verði búnaður samkvæmt framlögðum gögnum að upphæð 6.320.000 kr.

Stjórnin vill jafnframt árétta það við íþróttadeild að skila framvegis inn nákvæmri sundurliðun búnaðarkaupanna ásamt rökstuðningi.

2.Búnaðarkaup fyrir skóla og leikskóla - óskir skóladeildar um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2014050129Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 20.maí 2014 frá skólanefnd þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa í skólum og leikskólum á árinu ásamt samþykki nefndarinnar á leigugreiðslum vegna búnaðarkaupanna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að keyptur verði búnaður samkvæmt framlögðum gögnum að upphæð 21.7000.000 kr.
Stjórnin vill jafnframt árétta það við skóladeild að skila framvegis inn nákvæmri sundurliðun búnaðarkaupanna ásamt rökstuðningi.

3.Endurbætur í aðaleldhúsi ÖA

Málsnúmer 2014030072Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni dags. 24. mars 2014 frá framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og félagsmálaráði um framkvæmdir og endurnýjun á tækjakosti í eldhúsi Hlíðar og breytingar á vaktrýmum í Suðurhlíð ásamt samþykki Félagsmálaráðs fyrir leigugreiðslum vegna verkefnisins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir erindið og skal það rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar 2014.

4.Fundaráætlanir stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 2014-2018

Málsnúmer 2014070009Vakta málsnúmer

Lögð fram fundaráætlun fyrir árið 2014.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir fundaráætlunina.

Fundi slitið - kl. 09:07.