Endurskoðun á starfsemi Hlíðarskóla

Málsnúmer 2013120097

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 20. fundur - 16.12.2013

Fyrir fundinn var lögð tillaga um að stofnaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að endurskoða starfsemi og þjónustu Hlíðarskóla í ljósi breyttra aðstæðna í grunnskólunum. Lagt er til að óskað verði eftir tilnefningum frá Hlíðarskóla, fjölskyldudeild, skólastjórum og kennurum grunnskóla og Miðstöð skólaþróunar HA. Lagt er til að fræðslustjóri stýri starfi hópsins.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur fræðslustjóra að kalla starfshópinn saman og stýra starfi hans.

Skólanefnd - 10. fundur - 30.06.2014

Tillaga var lögð fyrir fundinn um að leggja göngudeildarþjónustu við Hlíðarskóla af og taka upp sambærilega þjónustu við skóladeild.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Skólanefnd - 11. fundur - 11.08.2014

Fyrir fundinn voru lögð drög að stefnuskrá fyrir Hlíðarskóla. Ásamt drögunum fylgdu hugmyndir um vinnubrögð í grunnskólum áður en sótt er um í Hlíðarskóla og kostnaðarmat á þeim framkvæmdum sem til þarf ef uppfylla á óskir um aðbúnað.

Skólanefnd óskar eftir umsögn um skýrsluna frá grunnskólunum og fjölskyldudeild.