PISA 2012

Málsnúmer 2013120093

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 20. fundur - 16.12.2013

Fyrir fundinn var lögð skýrsla um niðurstöðu PISA prófanna 2012. Þá var einnig tilkynnt að búið er að óska eftir sambærilegri greiningu á niðurstöðum prófanna nú og var gert vegna prófanna 2009.

Skólanefnd samþykkir að fresta frekari umræðu þar til greining á niðurstöðum fyrir skóla Akureyrarbæjar liggur fyrir í janúar 2014.

Skólanefnd - 2. fundur - 20.01.2014

Upplýsingar voru lagðar fyrir fundinn um stöðu mála varðandi frekari greiningu á niðurstöðum PISA prófanna 2012 í skólum Akureyrarbæjar. Fram kom að vinna er hafin hjá Námsmatsstofnun og má reikna með niðurstöðum í febrúar.

Skólanefnd - 6. fundur - 17.03.2014

Fyrir fundinn var lögð skýrsla um "Læsi á stærðfræði, viðhorf, námsvenjur og kennsluhættir í grunnskólum á Akureyri, samkvæmt PISA 2012." Skýrslan er unnin fyrir skóladeild Akureyrarbæjar og er höfundur hennar Almar Miðvík Halldórsson.

Lagt fram til kynningar og fræðslustjóra falið að skipuleggja kynningarfund með Almari Miðvík Halldórssyni fyrir aðila skólasamfélagsins.