Hlíðarfjall - stækkun skíðaleigu

Málsnúmer 2013090043

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 229. fundur - 06.09.2013

2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 22. ágúst 2013:
Erindi dags. 15. ágúst 2013 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Skíðastaða í Hlíðarfjalli þar sem óskað er eftir bættri aðstöðu fyrir skíðaleigu í Hlíðarfjalli til að geta haldið betur utan um reksturinn og skapað betri vinnuaðstöðu.
Guðmundur Karl Jónsson sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 230. fundur - 24.09.2013

Tekinn fyrir að nýju 2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 22. ágúst 2013. Var áður á dagskrá stjórna FA 6. september 2013:
Erindi dags. 15. ágúst 2013 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Skíðastaða í Hlíðarfjalli þar sem óskað er eftir bættri aðstöðu fyrir skíðaleigu í Hlíðarfjalli til að geta haldið betur utan um reksturinn og skapað betri vinnuaðstöðu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2014.