Tómstundastarf fullorðinna - stefnumótun 2013

Málsnúmer 2013080108

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 130. fundur - 21.08.2013

Umræður um framtíðarskipan þeirra tómstundatilboða sem Akureyrarbær býður fullorðnum einstaklingum upp á. Í samstarfi við félagsmálaráð var lögð fram tillaga um stofnun vinnuhóps sem hefði það hlutverk að fara yfir tómstundatilboðin og gera tillögur að framtíðar fyrirkomulagi.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að skipa vinnuhóp og óskar eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, notendaráði félagsmiðstöðva eldri borgara og búsetudeild. Regína Helgadóttir verður fulltrúi samfélags- og mannréttindaráðs.

Félagsmálaráð - 1169. fundur - 28.08.2013

Samfélags- og mannréttindaráð hefur óskað eftir tilnefningu á einum fulltrúa frá félagsmálaráði í vinnuhóp sem hefur það hlutverk að fara yfir tómstundatilboð sem Akureyrarbær býður fullorðnum einstaklingum og gera tillögur um framtíðarskipan.

Félagsmálaráð skipar Oktavíu Jóhannesdóttur fulltrúa D lista í vinnuhópinn.

Félagsmálaráð leggur til að leitað verði tilnefningar frá Félagi eldri borgara.

Samfélags- og mannréttindaráð - 136. fundur - 20.11.2013

Lögð fram samantekt frá vinnuhópi sem falið var að skoða tómstundastarf fyrir fullorðna sem í boði er á vegum Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar vinnuhópnum fyrir samantektina. Ráðið óskar eftir að vinnuhópurinn taki jafnvel að sér frekari hugmyndavinnu síðar.

Félagsmálaráð - 1176. fundur - 11.12.2013

Lögð fram samantekt frá vinnuhópi sem var falið að skoða tómstundastarf fyrir fullorðna sem í boði er á vegum Akureyrarbæjar. Samantektin hefur áður verði lögð fram á fundi samfélags- og mannréttindaráðs.

Félagsmálaráð þakkar vinnuhópnum fyrir samantektina. Ráðið óskar eftir að vinnuhópurinn taki jafnvel að sér frekari hugmyndavinnu síðar.